Ársskýrsla 2023

Efst í ánægjuvoginni sjöunda árið í röð

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2023 voru kynntar um miðjan janúar 2024. Sjóvá var þar efst tryggingafélaga, með 67,5 stig. Þetta er sjöunda árið í röð sem Sjóvá er efst en ekkert tryggingafélag hefur áður verið efst svo mörg ár í röð.

Við erum afar þakklát viðskiptavinum okkar og það gleður okkur að sú áhersla sem við leggjum á að veita þeim framúrskarandi þjónustu sé að skila árangri. Við höfum um árabil unnið eftir þeirri framtíðarsýn að vera þjónustufyrirtæki í fremstu röð, tryggingafélag sem fólki líður vel hjá. Við ætlum okkur að halda áfram á þeirri braut og vinna stöðugt að því að bæta þjónustu okkar, hvort sem það er stafræn þjónusta, í síma eða útibúum, við sölu, ráðgjöf eða tjónaþjónustu.

Það eru Stjórnvísi og Prósent sem standa að Íslensku ánægjuvoginni en Prósent sér um framkvæmd mælinga. Sjá nánar á vef Stjórnvísi.