Stefna í samfélagsmálum

Við hjá Sjóvá teljum mik­il­vægt að starfa í sátt við sam­fé­lagið og um­hverfið. Með því að haga starf­sem­inni á sam­fé­lags­lega ábyrgan hátt stuðlum við að arðsemi og vexti til framtíðar til hags­bóta fyrir sam­fé­lagið, viðskipta­vini og hlut­hafa.

Sjóvá leggur sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærni og vernd umhverfisins með því að draga úr umhverfisáhrifum eigin starfsemi með markvissum aðgerðum, ábyrgri og meðvitaðri nýtingu auðlinda og aukinni endurnýtingu þar sem möguleiki er á. Dæmi um það er ábyrgari flokkun tjónabifreiða og meðferð varahluta bæði til þess að auka öryggi í umferðinni og minnka sóun.

Félagið hefur sett sér markmið um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda og myndunar sorps með aðild sinni og undirritun yfirlýsingar Festu og samstarfsaðila í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París 2015. Þar skuldbatt Sjóvá sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs, mæla árangurinn og gefa upplýsingar um mælingar og stöðu markmiðanna.

Sjóvá hefur gert samning við Kolvið um kolefnisbindingu til þess að jafna útblástur vegna eigin aksturs og flugferða starfsfólks með það að markmiði að lágmarka kolefnisfótspor rekstrarins. Jafnt og þétt er unnið að rafvæðingu bíla sem notaðir eru við tjónaskoðun hjá Sjóvá og nú þegar hafa slíkir bílar verið teknir í notkun og hefur akstur og eldsneytisnotkun dregist talsvert saman frá fyrra ári. Lögð hefur verið áhersla á aukna flokkun sorps til endurvinnslu og betri nýtingu matvæla í mötuneyti sem skila ótvíræðum sparnaði fyrir félagið, umhverfið og samfélagið.

Félagið fylgir reglum um stjórnarhætti sem fjallað er um í lögum um ársreikninga, lögum um hlutafélög, lögum um vátryggingastarfsemi og reglugerð um vátryggingastarfsemi nr. 940/2018. Stjórn félagsins endurnýjaði starfsreglur sínar í ársbyrjun 2020 og eru þær aðgengilegar á vef félagsins sjova.is. Stjórnarháttayfirlýsing félagsins tekur mið af leiðbeiningum Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq Iceland hf. og Samtaka atvinnulífsins.

Sjóvá hefur um árabil verið aðalbakhjarl Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hefur verið hluti af Ólympíufjölskyldu ÍSÍ frá upphafi. Við erum einnig stoltur styrktaraðili Jafnvægisvogarinnar, sem er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu og forsætisráðuneytisins. Lögð er áhersla á að þeir fjármunir sem veittir eru til stuðnings góðra málefna styðji við hlutverk og stefnu Sjóvár. Litið er til þess að verkefnin stuðli að öruggara samfélagi, auknum lífsgæðum og að þau hafi forvarnargildi.

UmhverfiEf ártal er ekki tekið fram sérstaklega er um upplýsingar fyrir 2019 að ræða.

1) Heildarmagn í CO2 ígildum, fyrir umfang 1 (ef við á)2019 2018  2017  2016 
Vegna eigin aksturs47,046,255,666,1
Vegna innanlandsflugs5,88,47,53,3
Vegna millilandaflugs51,438,326,833,4
CO2 losun alls104,292,989,9102,8

Félagið kolefnisjafnar allan akstur og flug í gegnum Kolvið og hefur gert frá árinu 2014.

E2. Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda2019201820172016
1) Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda miðað við úttaksstærð (C02 á starfsmann)0,580,520,520,58

E3. Orkunotkun201920182017
1) Heildarmagn beinnar orkunotkunar (kwst)2.154.3852.467.8482.240.433
Þar af orka vegna notkunar jarðefnaeldsneytis182.942178.351216.010
Þar af raforkunotkun446.283500.420466.298
Þar af orka frá heitu vatni til húshitunar1.525.1601.789.0771.558.125

E4. Orkukræfni201920182017
1) Bein heildarorkunotkun miðað við úttaksstærð (kwst/starfsmann)11.96913.94312.876
1) Fylgir fyrirtækið þitt formlegri umhverfisstefnu?Nei
2) Fylgir fyrirtækið þitt tilteknum stefnum fyrir úrgang, vatn, orku, og/eða endurvinnslu?Já 
3) Notast fyrirtækið þitt við viðurkennt orkustjórnunarkerfi?Nei 

1) Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu?Nei 
1) Hefur æðsta stjórnunarteymi þitt eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu?Nei 
1) Heildarfjármagn sem árlega er fjárfest í loftslagstengdum innviðum, seiglu og vöruþróun0 kr.

Félagslegir þættirEf ártal er ekki tekið fram sérstaklega er um upplýsingar fyrir 2019 að ræða.

1) Hlutfall heildarlaunagreiðslu forstjóra og miðgildis heildarlaunagreiðslna starfsmanna í fullu starfi: 5,6:1

2) Er þetta hlutfall sett fram af fyrirtækinu þínu í skýrslugjöf til yfirvalda? Nei

1) Hlutfall miðgildis launagreiðslna karla og miðgildis launagreiðslna kvenna
1,2:1

1) Árleg breyting starfsmanna í fullu starfi, í prósentum: 12,4%

1) Kynjahlutfall innan fyrirtækisins, í prósentum:

Karlmenn 50% og konur 50%

2) Kynjahlutfall í byrjunarstörfum og næsta starfsmannalagi fyrir ofan, í
prósentum:

Í byrjunarstörfum: 41% karlmenn og 59% konur

Í næsta starfsmannalagi fyrir ofan byrjunarstörf: 59% karlmenn og 41% konur

3) Kynjahlutfall í störfum í efsta starfsmannalagi og sem framkvæmdastjórar, í prósentum

Framkvæmdastjórn og forstöðmenn: 52% karlmenn og 48% konur
Framkvæmdastjórn: 50% karlmenn og 50% konur

1) Prósenta starfsmanna í hlutastarfi: 3,5%

1) Fylgir fyrirtækið þitt stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti?:

1) Tíðni slysatengdra atvika 2019, miðað við heildartíma vinnuaflsins í prósentum: 0%

1) Fylgir fyrirtækið þitt starfstengdri heilsustefnu og/eða hnattrænni stefnu um heilsu og öryggi? Já 

1) Fylgir fyrirtækið þitt stefnu gegn barna- og/eða nauðungarvinnu? Nei

1) Fylgir fyrirtækið þitt mannréttindastefnu?

2) Ef já, nær mannréttindastefnan einnig til birgja og seljenda? Nei

Stjórnarhættir

Ef ártal er ekki tekið fram sérstaklega er um upplýsingar fyrir 2019 að ræða.

1) Hlutfall kvenna í stjórn: 60%

2) Hlutfall kvenna í formennsku nefnda: 100%

1) Bannar fyrirtækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku?

2) Hlutfall óháðra stjórnarmanna í prósentum: 60%

1) Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni? Nei

1) Hlutfall starfsmanna fyrirtækisins í prósentum sem fellur undir almenna kjarasamninga: 86%

1) Ber seljendum þínum eða birgjum að fylgja siðareglum? Nei

1) Fylgir fyrirtækið þitt stefnu um siðferði og/eða aðgerðum gegn spillingu?

2) Ef já, hve hátt hlutfall vinnuafls þíns hefur formlega vottað að það fylgi stefnunni, í prósentum? 0%

1) Fylgir fyrirtækið þitt stefnu um persónuvernd?

2) Hefur fyrirtækið þitt hafist handa við að fylgja GDPR reglum?

1) Gefur fyrirtækið þitt út sjálfbærniskýrslu? Nei

2) Eru gögn um sjálfbærni að finna í skýrslugjöf til yfirvalda? Nei

1) Veitir fyrirtækið þitt upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti? Nei

2) Leggur fyrirtæki þitt áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)?

3) Setur fyrirtækið þitt markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða Sþ? Nei

1) Er upplýsingagjöf þín um sjálfbærni árituð eða endurskoðuð af þriðja aðila? Nei