Stefna Sjóvár um samfélagsábyrgð

„Við hjá Sjóvá teljum mikilvægt að starfa í sátt við samfélagið og umhverfið. Með því að haga starfseminni á samfélagslega ábyrgan hátt stuðlum við að arðsemi og vexti til framtíðar til hagsbóta fyrir samfélagið, viðskiptavini, hluthafa og starfsmenn. Sjóvá styður og hefur í heiðri grundvallarmannréttindi eins og þeim er lýst í alþjóðasamningum, vinnur markvisst að jafnrétti og jöfnum tækifærum innan félagsins meðal annars með virkri mannréttindastefnu og jafnlaunavottun. Sjóvá leggur sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærni og vernd umhverfisins með því að draga úr umhverfisáhrifum eigin starfsemi með markvissum aðgerðum og ábyrgri og meðvitaðri nýtingu auðlinda. Leitast er við að tryggja að spilling, glæpsamleg starfsemi og peningaþvætti eigi sér ekki stað innan félagsins eða í viðskiptum við það. Vegvísar Sjóvár byggja undir áreiðanleika og gagnsæi starfseminnar. Auk þeirra er starfsfólki uppálagt að fylgja útgefnum siðareglum félagsins sem eru grunnviðmið fyrir góða viðskiptahætti og siðferði í viðskiptum.“

Samþætting við heimsmarkmið

Sjóvá vinnur að því að auka samþættingu áherslna Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við markmið í starfseminni. Tengt er við fimm heimsmarkmiðanna þ.e. markmið 3 um heilsu og vellíðan, 5 um jafnrétti kynjanna, 8 um góða atvinnu og hagvöxt, 12 um ábyrga neyslu og 13 um aðgerðir í loftslagsmálum. Í samræmi við eðli rekstrarins hefur áhersla verið lögð á forvarnir, jafnréttismál, heilbrigðan rekstur og framþróun í samræmi við markmið 3, 5 og 8. Einnig er leitast við að tryggja ábyrga neyslu og stuðla að umhverfisvænum lausnum samkvæmt markmiði 12 og grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra í samræmi við markmið 13.

Forvarnir og minni sóun

Áherslur Sjóvár í forvörnum tengjast markmiði 3 um heilsu og vellíðan þar sem sett eru fram markmið um helmings fækkun alvarlega slasaðra og dauðsfalla vegna umferðarslysa fyrir árið 2030 og markmiði 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu um að draga verulega úr sóun með forvörnum, minnkun úrgangs, aukinni endurvinnslu og endurnýtingu. Stærstu forvarnaverkefni Sjóvár á árinu 2020 snéru að áhættuskoðunum og ráðgjöf til viðskiptavina á fyrirtækjamarkaði og árveknisátaki um mikilvægi notkunar endurskinsmerkja í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörgu. Sjóvá hefur um árabil verið aðalbakhjarl Landsbjargar og vinnur þétt með samtökunum að fjölbreyttum verkefnum á sviði forvarna, öryggismála og trygginga. Í tjónum og tjónavinnslu hefur verið leitast við að minnka sóun og stuðla að umhverfisvænum lausnum. Er það gert með því að nýta notaða hluti sem varahluti eftir föngum og gera við framrúður í stað þess að skipta þeim út ef þess er kostur. Leitast er við að minnka sóun sem felur í sér að viðskiptavinir hafa val um að fá bætur og nýta áfram minna skemmda og viðgerðarhæfa muni, fremur en að þeir fari til förgunar og nýir keyptir.

Jafnrétti

Sjóvá hefur um árabil lagt áherslu á að tryggja jöfn tækifæri og jafnrétti kynja til ábyrgðar og launa í samræmi við heimsmarkmið 5 og 8. Mannréttindastefna og árleg aðgerðaáætlun eru rammi utan um framkvæmd stefnunnar. Sjóvá hefur frá árinu 2014 haft jafnlaunavottun sem staðfestir að í félaginu er virkt jafnlaunakerfi og hefur launamunur alltaf mælst milli 0-2%.

Félagið fékk í ársbyrjun Hvatningarverðlaunum jafnréttismála sem árlega eru veitt fyrirtæki sem hefur stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt í starfsemi sinni. Til að deila þekkingu sinni og styðja aðra til árangurs á sviði jafnréttismála styrkir Sjóvá Jafnvægisvogina sem er nýtt hreyfiaflsverkefni FKA og forsætisráðuneytisins sem hefur það markmið að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar íslenskra fyrirtækja og styður einnig starfsemi UAK, Ungra athafnakvenna.

Umhverfisstefna

Félagið hefur sett sér umhverfisstefnu, fylgist með þróun umhverfisvísa og notkunar auðlinda í rekstrinum og leitast við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Fjórðungur bíla í rekstri Sjóvár eru nú raf- og tvinnbílar og markmið verið sett um að hækka hlutfall þeirra. Sjóvá hefur kolefnisjafnað eigin losun vegna aksturs og flugsamgangna í samstarfi við Kolvið frá árinu 2015. Sjóvá styrkti Neyðarvarnir Rauða kross Íslands á árinu til að bæta aðbúnað við uppsetningu fjöldahjálparstöðva en þörf fyrir þær hefur aukist mikið í tengslum við veðurofsa og náttúruhamfarir. Er það í samræmi við heimsmarkmið 12 um að auka viðbragðsáætlanir og viðbúnað vegna vár af völdum náttúruhamfara.

Umhverfi



Ef ártal er ekki tekið fram sérstaklega er um upplýsingar fyrir 2020 að ræða.

1) Heildarmagn í CO2 ígildum, fyrir umfang 1 (ef við á)20202019 2018  2017 2016 
Vegna eigin aksturs53,547,046,255,666,1
Vegna innanlandsflugs1,25,88,47,53,3
Vegna millilandaflugs1,451,438,326,833,4
CO2 losun alls56,1104,292,989,9102,8

Félagið kolefnisjafnar allan akstur og flug í gegnum Kolvið og hefur gert frá árinu 2015.

E2. Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda20202019201820172016
1) Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda miðað við úttaksstærð (C02 á starfsmann)0,290,580,520,520,58

E3. Orkunotkun2020201920182017
1) Heildarmagn beinnar orkunotkunar (kwst)1.967.5712.154.3852.467.8482.240.433
Þar af orka vegna notkunar jarðefnaeldsneytis203.847182.942178.351216.010
Þar af raforkunotkun380.133446.283500.420466.298
Þar af orka frá heitu vatni til húshitunar1.383.5921.525.1601.789.0771.558.125

E4. Orkukræfni2020201920182017
1) Bein heildarorkunotkun miðað við úttaksstærð (kwst/starfsmann)10.30111.96913.94312.876

20202019
1) Fylgir fyrirtækið þitt formlegri umhverfisstefnu?Nei
2) Fylgir fyrirtækið þitt tilteknum stefnum fyrir úrgang, vatn, orku, og/eða endurvinnslu?Já 
3) Notast fyrirtækið þitt við viðurkennt orkustjórnunarkerfi?NeiNei 

20202019
1) Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu?NeiNei 
20202019
1) Hefur æðsta stjórnunarteymi þitt eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu?NeiNei
20202019
1) Heildarfjármagn sem árlega er fjárfest í loftslagstengdum innviðum, seiglu og vöruþróun0 kr.0 kr.

Félagslegir þættir



Ef ártal er ekki tekið fram sérstaklega er um upplýsingar fyrir 2020 að ræða.

1) Hlutfall heildarlaunagreiðslu forstjóra og miðgildis heildarlaunagreiðslna starfsmanna í fullu starfi: 5,4:1 (2019: 5,6:1)

2) Er þetta hlutfall sett fram af fyrirtækinu þínu í skýrslugjöf til yfirvalda? Nei (2019: Nei)

1) Hlutfall miðgildis launagreiðslna karla og miðgildis launagreiðslna kvenna
1,2:1 (2019: 1,2:1)

1) Árleg breyting starfsmanna í fullu starfi, í prósentum: 6,3% (2019: 12,4%)

1) Kynjahlutfall innan fyrirtækisins, í prósentum:

Karlmenn 52% og konur 48% (2019: 50:50)

2) Kynjahlutfall í byrjunarstörfum og næsta starfsmannalagi fyrir ofan, í
prósentum:

Í byrjunarstörfum: 41% karlmenn og 59% konur (2019: 41:59)

Í næsta starfsmannalagi fyrir ofan byrjunarstörf: 61% karlmenn og 39% konur (2019: 59:41)

3) Kynjahlutfall í störfum í efsta starfsmannalagi og sem framkvæmdastjórar, í prósentum

Framkvæmdastjórn og forstöðmenn: 52% karlmenn og 48% konur (2019: 52:48)
Framkvæmdastjórn: 50% karlmenn og 50% konur (2019: 50:50)

1) Prósenta starfsmanna í tímabundnum störfum: 2% (2019: 3,5%)

1) Fylgir fyrirtækið þitt stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti?: (2019: Já)

1) Tíðni slysatengdra atvika 2019, miðað við heildartíma vinnuaflsins í prósentum: 0% (2019: 0%)

1) Fylgir fyrirtækið þitt starfstengdri heilsustefnu og/eða hnattrænni stefnu um heilsu og öryggi? (2019: Já)

1) Fylgir fyrirtækið þitt stefnu gegn barna- og/eða nauðungarvinnu? Nei (2019: Nei)

1) Fylgir fyrirtækið þitt mannréttindastefnu? (2019: Já)

2) Ef já, nær mannréttindastefnan einnig til birgja og seljenda? Nei (2019: Nei)

Stjórnarhættir

Ef ártal er ekki tekið fram sérstaklega er um upplýsingar fyrir 2020 að ræða.

1) Hlutfall kvenna í stjórn: 40%

2) Hlutfall kvenna í formennsku nefnda: 100%*

*endurskoðunarnefnd og tilnefningarnefnd

1) Bannar fyrirtækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku?

2) Hlutfall óháðra stjórnarmanna í prósentum: 80%

1) Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni? Nei

1) Hlutfall starfsmanna fyrirtækisins í prósentum sem fellur undir almenna kjarasamninga: 86%

1) Ber seljendum þínum eða birgjum að fylgja siðareglum? Nei

1) Fylgir fyrirtækið þitt stefnu um siðferði og/eða aðgerðum gegn spillingu?

2) Ef já, hve hátt hlutfall vinnuafls þíns hefur formlega vottað að það fylgi stefnunni, í prósentum? 0%

1) Fylgir fyrirtækið þitt stefnu um persónuvernd?

2) Hefur fyrirtækið þitt hafist handa við að fylgja GDPR reglum?

1) Gefur fyrirtækið þitt út sjálfbærniskýrslu?

2) Eru gögn um sjálfbærni að finna í skýrslugjöf til yfirvalda? Nei

1) Veitir fyrirtækið þitt upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti? Nei

2) Leggur fyrirtæki þitt áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)?

3) Setur fyrirtækið þitt markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða Sþ? Nei

1) Er upplýsingagjöf þín um sjálfbærni árituð eða endurskoðuð af þriðja aðila? Nei