EN
  • Mínar síður
Loka valmynd
  • Ársskýrsla 2022
  • Ársreikningur
  • Ánægðir viðskiptavinir
  • Stjórnarhættir
  • Sjálfbærni
  • UFS

    UFS

    Við leggjum ríka áherslu á upplýsingagjöf og gagnsæi í rekstrinum. Við birtum því árlega UFS mælikvarða og árangur á sviði umhverfismála, félagsþátta og stjórnarhátta og markmiðin sem við höfum sett okkur í sjálfbærnimálum.

    Sjálfbærniuppgjör 2022
    Sjálfbærniuppgjör í Excel

    UFS áhættumat fyrir Sjóvá

    Reitun framkvæmdi UFS áhættumat á frammistöðu Sjóvá á sviði sjálfbærni í annað sinn árið 2022. Sjóvá fékk einkunnina B2 með 76 stig af 100 mögulegum, sem telst góð einkunn. Meðaltal íslenska markaðarins stendur nú í 71 stigi.

    Sjóvá mældist yfir meðaltali í umhverfis- og félagsþáttum og er á pari við meðaltal í stjórnarháttum í samanburði við önnur félag sem hafa verið metin.

    Matið gerir grein fyrir hvernig fyrirtæki standa frammi fyrir áhættum sem snúa að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum. UFS mat er framkvæmt fyrir hönd fjárfesta á útgefendum verðbréfa sem nýta matið til að veita félögum í eignarsöfnum sínum aðhald og ýta undir framþróun á þessum sviðum.

    Framúrskarandi einkunn fyrir félagsþáttinn

    Í UFS áhættumati Reit­un­ar hlaut Sjóvá framúrsk­ar­andi ein­kunn fyr­ir lið­inn Fé­lags­þætti, annað árið í röð, með ein­kunn­ina A1 og 97 stig af 100.

    Skoða niðurstöður Reitunar

    Stefna um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð

    Hlutverk Sjóvár er að tryggja verðmætin í lífi fólks.

    Við hjá Sjóvá viljum starfa í sátt við samfélag og umhverfi. Með því að samþætta sjálfbærni og samfélagslega ábyrga starfsemi stuðlum við að arðsemi og vexti til framtíðar til hagsbóta fyrir samfélag, viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa.

    Sjóvá leggur sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærni og vernd umhverfisins með því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar með markvissum aðgerðum og ábyrgri og meðvitaðri nýtingu auðlinda.

    Sjóvá leggur áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og tryggja að þjónustan sé aðgengileg og í takt við þarfir og vilja viðskiptavina. Starfsánægja er mikilvæg forsenda ánægðra viðskiptavina. Sjóvá vill með góðum starfsaðstæðum tryggja að vera ávallt samkeppnishæf og geta ráðið til sín framúrskarandi starfsfólk. Sjóvá hefur um árabil unnið markvisst að jafnréttismálum og lagt áherslu á að vera í fararbroddi í málaflokknum. Stefna okkar í jafnréttismálum byggir á mannréttindastefnu. Sjóvá hefur í heiðri grundvallarmannréttindi eins og þeim er lýst í alþjóðasamningum.

    Samþætting við heimsmarkmið

    Áherslur okkar í sjálfbærni taka einnig mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og vinnum við stöðugt að því að auka samþættingu þeirra við starfsemina. Við leggjum áherslu á fimm markmið sem tengjast eðli rekstrarins; 3. Heilsa og vellíðan, 5. Jafnrétti kynjanna, 8. Góð atvinna og hagvöxtur, 12. Ábyrg neysla og framleiðsla og 13. Aðgerðir í loftslagsmálum.

    Skoða stefnu um sjálfbærni

    Birting UFS mælikvarða

    Við vinnslu á ófjárhagslegum upplýsingum styðst Sjóvá við UFS (e. ESG) leiðbeiningar sem Kauphallir Nasdaq á Norðurlöndum gáfu út um birtingu upplýsinga um sjálfbærni eða umhverfismál, félagsþætti og stjórnarhætti. Þessi viðmið uppfylla ákveðna þætti hins alþjóðlega staðals, Global Reporting Initative, sem auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að miðla upplýsingum um samfélagsábyrgð með gagnsæjum og skýrum hætti. Ófjárhagslegar upplýsingar eru hluti af ársreikningi félagsins sem er í heild sinni lagður fyrir endurskoðunarnefnd Sjóvár og er samþykktur af stjórn félagsins.

    Við höfum frá árinu 2021 verið í samstarfi við Klappir grænar lausnir um notkun á sjálfbærnilausn þeirra til að halda utan um árangur aðgerða í UFS sjálfbærniskýrslu og gerð sjálfbærniuppgjörs. Gögnum í UFS skýrslu er nú safnað inn í kerfi Klappa með sjálfvirkum hætti að stórum hluta. Kerfið annast útreikninga á losun samkvæmt Greenhouse Gas Protocol.

    Umhverfisþættir

    Sjóvá leggur sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærni og vernd umhverfisins með því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar með markvissum aðgerðum og ábyrgri og meðvitaðri nýtingu auðlinda. Umhverfisáherslur miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin starfsemi og stuðla að minni losun með forvörnum, fræðslu og ábyrgum lausnum í vöruframboði og þjónustu. Umhverfisstefna og markmiðasetning eru verkfæri til að ná settum markmiðum.

    Sjálfbærnimarkmið Sjóvár sem snýr að umhverfisþáttum tengjast heimsmarkmiðum nr. 12 og 13.

    Hér má nálgast UFS sjálfbærniuppgjör Sjóvár fyrir árið 2022 á Excel sniði.

    Félagsþættir

    Viðskiptavinir og samfélag

    Sjóvá leggur áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og tryggja að þjónustan sé aðgengileg og í takt við þarfir og vilja viðskiptavina. Stefna félagsins til framtíðar miðar að því að vera þjónustufyrirtæki í fremstu röð sem byggir á ánægðum viðskiptavinum, starfsánægju og samþættingu tækni og persónulegrar þjónustu. Nýsköpun og sífelld þróun vöru og þjónustu Sjóvár stuðla að velsæld og árangri.

    Sjóvá er ábyrgt og virkt í samfélaginu og á hverju ári eru veittir styrkir til aðila sem vinna að góðum málefnum í þágu samfélagsins. Sjóvá kappkostar að þeir fjármunir sem fara til styrktarmála styðji við hlutverk og stefnu félagsins og þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem við leggjum áherslu á. Í samræmi við hlutverk okkar styrkjum við verkefni með ríkt forvarnagildi, forvarnir gegn slysum og tjónum eða heilsutengdar forvarnir. Sjóvá styður við samfélagið og félagslega grósku með forvarnastarfi, styrkjum og markvissu samstarfi. Þannig stuðlum við að öruggara samfélagi og auknum lífsgæðum.

    Sjálfbærnimarkmið Sjóvár sem snúa að félagsþáttum tengdum viðskiptavinum og samfélagi; þjónusta, aðgengi og ábyrgt vöruframboð, tengjast heimsmarkmiðum nr. 3, 8, 12 og 13.

    Mannauður

    Starfsánægja er mikilvæg forsenda ánægðra viðskiptavina. Sjóvá vill með góðum starfsaðstæðum og fyrirtækjamenningu vera eftirsóknarverður vinnustaður og geta ráðið til sín framúrskarandi starfsfólk. Sjóvá hefur um árabil unnið markvisst að jafnréttismálum og lagt áherslu á að vera í fararbroddi í málaflokknum. Stefna okkar í jafnréttismálum byggir á mannréttindastefnu sem miðar að því að tryggja jöfn laun og tækifæri starfsfólks og fjölbreytileika í samsetningu stjórnar, stjórnenda og starfsfólks. Sjóvá hefur í heiðri grundvallarmannréttindi eins og þeim er lýst í alþjóðasamningum.

    Sjálfbærnimarkmið Sjóvár sem snúa að félagsþáttum tengdum mannauði; starfsánægju, jafnrétti og jafnlaunastefnu, tengjast heimsmarkmiðum nr. 5 og 8.

    Stjórnarhættir

    Sjóvá fylgir í hvívetna þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda. Leitast er við að stjórnarhættir séu í samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti og þær kröfur sem gerðar eru til félaga sem eru eftirlitsskyldir aðilar og skráð í kauphöll. Sjóvá hefur skýra stefnu um að vinna gegn hvers konar spillingu, glæpsamlegri starfsemi og peningaþvætti í öllum viðskiptum.

    Sjálfbærnimarkmið Sjóvár sem snýr að stjórnarháttum tengjast heimsmarkmiðum nr. 16 og 17.

    Markmið og árangur 2022

    Þú ert hér:

    1. Íslenska
    2. Um okkur
    3. Fjárfestar
    4. Ársskýrsla 2022
    5. UFS
    Sjóvá
    • Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Kt. 650909-1270
    • Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. Kt. 680568-2789
    • Kringlunni 5, 103 Reykjavík
    Hafðu samband
    Þjónustusími
    440 2000
    Tjónavakt
    440 2424
    Netfang
    sjova@sjova.is
    Vegaaðstoð
    440 2222
    Lagalegur fyrirvari
    Opnunartímar
    Kringlan
    Mán - Fim 9:00 - 16:00
    Fös 9:00 – 15:00
    Útibú
    Alla virka daga 11:00 – 15:00
    • Vottanir Sjóvá
    Hafðu samband Smelltu hér
    Þjónustusími
    440 2000
    94734A73-7B6C-480E-BF65-F0BF47918314Created with sketchtool.
    Netspjall
    Skilaboð
    Ábending
    Smelltu hér
    Vinsælar leitir
    Viðurkennd verkstæði Heimilistrygging Tilkynna tjón English

    Fá tilboð í tryggingar

    Engin skuldbinding

    Tilkynna tjón

    Fljótlegt og einfalt

    Hafðu samband

    Kringlunni 5 - 103 Reykjavík
    Opnunartími útibúa 9:00 - 16:00

    Þjónustusími: 440 2000

    Tjónavakt: 440 2424

    Vegaaðstoð: 440 2222

    Netfang: sjova@sjova.is
    Fax: 440 2020

    Gagnvirkar leiðir til að hafa samband
    Opna netspjall Ábendingar, kvartanir & hrós
    Mitt Sjóvá

    Á Mínu Sjóvá getur þú skoðað yfirlit yfir tryggingarnar þínar, tilkynnt tjón og margt fleira

    Opna Mitt Sjóvá
    • Facebook
    • Linkedin
    • Instagram

    Hvort viltu einstaklings- eða fyrirtækjatryggingar?



    Fáðu tilboð í tryggingarnar þínar og komdu í hóp ánægðra viðskiptavina Sjóvá

    Óska eftir tilboði

    Til að halda áfram þarftu rafræn skilríki eða að stofna aðgang að Mínu Sjóvá.
    Ertu nú þegar í viðskiptum við okkur?

    Smelltu þá hér til að tala við næsta lausa þjónustufulltrúa

    Fáðu tilboð í tryggingarnar þínar og komdu í hóp ánægðra viðskiptavina Sjóvá

    Hefja tilboðsferli

    Til að halda áfram þarftu rafræn skilríki
    Ekki með rafræn skilríki eða nú þegar í viðskiptum við okkur?

    Smelltu þá hér til að tala við næsta lausa þjónustufulltrúa