Ársskýrsla 2024

Efst í ánægjuvoginni í 8. sinn

Í janúar 2025 var tilkynnt að Sjóvá væri með ánægðustu viðskiptavinina á íslenskum tryggingamarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar 2024. Sjóvá mældist með 69,1 stig, sem er hækkun um tæp 2 stig milli ára, og er marktækt hærri einkunn en önnur tryggingafélög fengu.

Þetta er 8. árið í röð sem Sjóvá er efst tryggingafélaga í Ánægjuvoginni. Samkvæmt niðurstöðunum mældist Sjóvá ekki aðeins með ánægðustu viðskiptavinina á íslenskum tryggingamarkaði árið 2024 heldur upplifðu viðskiptavinir okkar einnig mest gæði þjónustu og vöru, þeir voru tryggastir og líklegri til að mæla með okkur en viðskiptavinir
annarra tryggingafélaga voru til að mæla með sínu félagi.

Þessi árangur er engin tilviljun þar sem unnið hefur verið markvisst að því um margra ára skeið að auka stöðugt ánægju viðskiptavina. Árangurinn þökkum við sterkri liðsheild starfsfólks sem brennur fyrir að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu hverju sinni og vilja til að gera sífellt betur í þeim efnum. Við gleðjumst því sannarlega yfir niðurstöðunum og lítum á þær sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut.

Sjá nánar í umfjöllun um ánægju viðskiptavina og annarra notenda þjónustu.