Þetta samtal er ekki hvað síst mikilvægt á tímum eins og nú þegar rekstraraðstæður margra eru flóknar og nauðsynlegt að bregðast við því.
Mikilvægur þáttur í samstarfi okkar með fyrirtækjum er greining á áhættum og fræðsla um forvarnir sem þeim eru tengdar. Með því að miðla sérfræðiþekkingu okkar á sviði forvarna til viðskiptavina getum við í sameiningu komið í veg fyrir ýmis tjón og slys. Það er sannarlega samtal sem viðskiptavinir okkar á fyrirtækjasviði kunna að meta.
Nánari upplýsingar um þjónustuheimsóknir og áhættuskoðanir hjá fyrirtækjum á árinu, sem og forvarnartengda viðburði og fræðslu fyrir fyrirtæki er að finna í umfjöllun um forvarnir.
fyrirtæki voru með tryggingar hjá okkur í lok árs 2024
Á árinu voru sett á laggirnar þrjú sérfræðingateymi á vegum fyrirtækjasviðs sem hvert um sig sinnir og sérhæfir sig í ákveðnum atvinnugreinum. Hlutverk teymanna er að halda utan um þróun þarfa í þeim atvinnugreinum sem þau þekkja best og meta hvernig við getum sem best aðstoðað þau við að mæta þeim áskorunum sem þau standa frammi fyrir hverju sinni.
Teymin samanstanda af fjölbreyttum hópi starfsfólks víða að úr fyrirtækinu sem býr yfir ólíkri sérfræðiþekkingu, allt frá viðskiptastjórum fyrirtækjaráðgjafar, til sérfræðinga í áhættumati og forvörnum, útibússtjóra og sérfræðinga í gagnagreiningu og tjónum.
„Vil bara koma áfram að ég er svo ánægð með þjónustuna hjá ykkur varðandi mál sem tengdust húsfélaginu mínu og mér þá afleiðandi að ég er líklegast að færa mig yfir til ykkar. Topp fólk sem ég hef lent á og það er ástæðan fyrir því að ég er að skoða tilboð frá ykkur núna í dag. Vel gert🌟“
Í apríl hófst samstarf við stéttarfélagið Visku tengt námsmannaþjónustu þeirra fyrir háskólanema sem eruað vinna með námi eða að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Með aðild að Visku eru nemarnir tryggðir með snjalltryggingu okkar, þeim að kostnaðarlausu. Samningurinn er að norrænni fyrirmynd og sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.
Sjávarútvegssýningin IceFish var haldin í Fífunni í september 2024. Sýningin er haldin annað hvert ár og hefur Sjóvá tekið þátt í henni um langa hríð, enda um að ræða mikilvægan vettvang til að hitta viðskiptavini í sjávarútvegi og ræða við fulltrúa fyrirtækja sem leita ráðgjafar um tryggingar.
Starfsfólk okkar tók einnig þátt í Tækniskóladeginum þar sem rætt var við fagfólk framtíðarinnar um tryggingar í starfi. Þau sem velja að starfa sjálfstætt við sitt fag gera sér ekki alltaf grein fyrir nauðsyn þess að tryggja sig sérstaklega og því var ánægjulegt að finna hversu áhugasamir þessir nemendur voru um tryggingar og hlutverk þeirra.
Að auki voru haldnir 22 forvarnartengdir viðburðir og fræðsluerindi um land allt á árinu, þar á meðal voru morgunverðarfundir um öryggi á vegum og áhættur og forvarnir við heita vinnu. Nánari upplýsingar um það er að finna í umfjöllun um forvarnir.
Við héldum áfram að bæta starfræna þjónustu okkar við fyrirtæki í viðskiptum og þróa áfram lausnir okkar á því sviði. Stafræni fyrirtækjaráðgjafinn okkar hélt áfram að nýtast atvinnurekendum og einyrkjum vel og nýttu sér fleiri hann á árinu 2024 en nokkru sinni. Áfram er ánægjulegt að sjá hversu vel einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki hafa nýtt sér þessa þjónustu, en hún einfaldar alla upplýsingaöflun og gerir tilboðsbeiðendum kleift að vinna þetta á þeim tíma sem hentar þeim. Þetta er því mikið hagræði fyrir aðila í rekstri á sama tíma og lausnin styttir söluferlið töluvert.