Við greinum að fólk kann að meta áherslu okkar á framúrskarandi þjónustu og héldum því ótrauð áfram að finna leiðir til að bæta hana enn frekar. Nánar er greint frá aðgerðum til að auka ánægju viðskiptavina í umfjöllun um ánægju viðskiptavina og annarra notenda þjónustu.
einstaklingar voru með tryggingar hjá okkur í lok árs 2024.
Á árinu 2024 voru 30 ár síðan vildarþjónustan Stofn var sett á laggirnar fyrir viðskiptavini Sjóvár, en til að komast í Stofn þarf viðskiptavinur að vera með Fjölskylduvernd og tvær aðrar tilteknar tryggingar. Fjöldi þeirra sem eru í Stofni hefur vaxið mjög á þessum tíma en í árslok 2024 voru 42.938 fjölskyldur í Stofni.
„Framúrskarandi þjónusta og liðlegt starfsfólk. Mæli hiklaust við hvern sem er með Sjóvá og ekki er verra að fá til baka úr Stofni á hverju ári.“
Eitt af því sem viðskiptavinir okkar hafa verið afar ánægðir með í gegnum tíðina er endurgreiðslan sem tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir í Stofni fá á hverju ári. Við erum eina tryggingafélagið á íslenska markaðnum sem endurgreiðir hluta iðgjalda viðskiptavina sinna með þessum hætti til þeirra.
Á árinu fengu
Stofnendurgreiðslu frá okkur.
Samtals voru
endurgreiddar til tjónlausra viðskiptavina í Stofni á árinu.
Undanfarin ár höfum við notað fjarskoðunarlausnina Innsýn í miklum mæli til að skoða og meta eignatjón, sem hefur meðal annars sparað viðskiptavinum bæði tíma og fyrirhöfn. Á árinu 2024 var farið að nota þessa lausn líka við fasteignaskoðanir, sem framkvæmdar eru þegar viðskiptavinir eru að kaupa fasteignatryggingu. Hingað til hefur þurft að fá starfsmann í heimsókn til að skoða eignina en nú er alla jafna hægt að framkvæma þessa skoðun í gegnum snjalltæki viðskiptavinar.
Þetta fyrirkomulag hefur gefið góða raun og eru viðskiptavinir ánægðir með hversu hratt er hægt að ganga frá skoðuninni með þessum hætti. Við viljum engu að síður tryggja að með þessu glatist ekki tækifærin sem við höfum til að eiga mikilvægt samtal við viðskiptavini okkar um forvarnir, þó að við komum ekki í eigin persónu inn á heimilið. Fyrir vikið höfum við gert það samtal að föstum lið í þessum rafrænu fasteignaskoðunum, þar sem farið er yfir mikilvægi hluta eins og reykskynjara, slökkvitækja, eldvarnarteppa og fleira sem á við fyrir heimili viðskiptavinarins hverju sinni.
Nánar má lesa um áherslur í forvörnum í samtali við viðskiptavini í umfjöllun um forvarnir.
Fordæmalausar aðstæður hafa skapast á undanförnum árum í Grindavík vegna mikilla náttúruhamfara, eins og alþjóð veit. Á árinu 2024 endurgreiddi Sjóvá þeim Grindvíkingum sem höfðu yfirgefið heimili sín en voru enn að greiða af húseignum sínum iðgjöld bruna- og fasteignatrygginga. Samtals voru tæpar 23,9 milljónir króna endurgreiddar til viðskiptavina í Grindavík á árinu 2024. Aðstæður fasteignaeigenda í Grindavík hafa nú skýrst nokkuð og er endurgreiðslunum lokið en samtals endurgreiddi Sjóvá um 54 milljónir króna til yfir 1.100 viðskiptavina í Grindavík frá upphafi umbrotanna.
„I just would like to thank one of your agents, she was handling my call in English and she did really great job. She explained me everything that I was asking about in detail in a very clear way. Very professional approach to the customer. I'm very much satisfied with the service so far. Thank you!“