Við nýtum okkur tæknina í sífellt auknum mæli til að þjónusta viðskiptavini vegna tjóna. Sum tjón eru þó þess eðlis að nauðsynlegt er að bregðast við strax og þá er alltaf hægt að ná sambandi við tjónavakt okkar.
Yfir
tjón voru tilkynnt til okkar á árinu.
Tjónaþjónusta okkar er til staðar allan sólarhringinn enda vitum við að snögg viðbrögð og fagleg vinnubrögð geta skipt sköpum og gert það að verkum að umfang sumra tjóna verður ólíkt minna en annars hefði orðið. Það er ekki bara hagur viðskiptavinarins heldur samfélagsins alls því með því að minnka umfang tjóns er hægt að lágmarka sóun og umhverfisspor þess.
Hjá okkur starfar öflugur hópur sérfræðinga sem sinnir þjónustu vegna eignatjóna, ökutækjatjóna og persónutjóna. Þessi hópur býr yfir víðtækri menntun og fjölbreyttri reynslu og sérfræðiþekkingu sem gerir okkur kleift að veita úrvals þjónustu þegar viðskiptavinir lenda í tjónum, stórum sem smáum. Að auki er notast við aðkeypta sérfræðiaðstoð þegar þörf er á. Við leggjum mikinn metnað í að velja góða samstarfsaðila sem aðstoða okkur við að veita viðskiptavinum þá þjónustu sem þeir eiga skilið.
„Þið eruð frábær, æðisleg þjónusta, eigandi hund sem við elskum og er æði og með ykkar þjónustu er okkur gefið það að geta elskað hann mikið lengur þessi dýratrygging hefur hjálpað okkur 😍😍“
Á árinu 2024 settum við okkur markmið um að senda mun fleiri þjónustukannanir til viðskiptavina sem hafa lent í tjóni og fengið þjónustu vegna þessa. Endurgjöf viðskiptavina er okkur afar mikilvæg enda fáum við með henni upplýsingar um það hvað það er helst sem viðskiptavinir eru ánægðir með og hvað það er sem við getum bætt í þjónustu okkar. Það skiptir okkur miklu máli að viðskiptavinurinn upplifi að við leggjum metnað okkar í að aðstoða hann skjótt og vel og veita honum stuðning, sérstaklega þegar um er að ræða krefjandi aðstæður.
Nánari upplýsingar um áherslur okkar í þjónustu við viðskiptavini er að finna í umfjöllun um ánægju viðskiptavina og annarra notenda þjónustu.
Við greiddum fyrir viðgerðir á yfir
ökutækjum á árinu
Við greiddum fyrir læknisheimsóknir yfir
dýra á árinu.
Við höfum um langa hríð lagt áherslu á sjálfbærni í tjónaþjónustu okkar, hvort sem það er með því að vinna að því að koma í veg fyrir tjón, lágmarka þau eða takmarka umhverfisspor þjónustunnar sem er veitt í kjölfar tjóna. Lykillinn að árangri á þessu sviði er gott samstarf við bæði viðskiptavini og þá samstarfsaðila okkar sem veita þeim þjónustu, líkt og verkstæði og verktaka, sem og aðila sem nýta áfram þá tjónamuni sem við fáum í hendur en enn má nýta með einhverjum hætti.
Nánari upplýsingar um verkefni ársins sem tengjast sjálfbærni í tjónaþjónustu má sjá í umfjöllun um loftlagsbreytingar og umfjöllun um forvarnir.
„Ég er í ferli hjá ykkur út af tjóni sem ég lenti í og ferlið eins og er er búið að ganga mjög vel og öll mín samskipti við ykkur hafa verið auðveld og þægileg. Svo ég segi bara takk fyrir mig.“