Árs- og sjálfbærniskýrsla
2023

Ársskýrsla 2023

Helstu lykiltölur

Tekjur af vátryggingasamningum

31.273 m.kr.

11,6%

Tjón ársins

-23.426 m.kr.

15,8%

Arðsemi eigin fjár eftir skatta

20,7%

Afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta

1.695 m.kr.

11,3%

Afkoma af fjárfestingum eftir fjármagnsliði fyrir skatta

3.606 m.kr.

Hagnaður ársins

4.626 m.kr.

74,5%

Eiginfjárhlutfall

33,7%

Samsett hlutfall

94,6%

Gjaldþolshlutfall eftir fyrirhugaða arðgreiðslu

1,40

Í hnotskurn

Árangur á árinu

Ný trygging fyrir ungt fólk

Snjalltrygging

Aukin samvinna útibúa

Eitt Sjóvá

Bætt þjónusta og aukin skilvirkni

93%

viðskiptavina gaf okkur þjónustueinkunn á bilinu 8-10

32 þ. fjölskyldur

í Stofni fengu endurgreiðslu vegna tjónleysis

78%

tjóna á árinu voru tilkynnt rafrænt

42.000 km

sparaðir í akstur á árinu með fjarskoðun á fasteignatjónum

85

skipulagðar áhættuskoðanir á fyrirtækjum á árinu

Ávarp forstjóra og stjórnarformanns

Verðlaun

Verðlaun og viðurkenningar 2023

Sjöunda árið í röð er Sjóvá efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni.

Áttavitinn er sérstök viðurkenning sem Slysavarnafélagið Landsbjörg veitir þeim sem sýnt hefur félaginu sérstakan stuðning í störfum sínum.


Ársreikningur

Samanburður á lykiltölum

Helstu niðurstöður og lykiltölur

2023

1.1 - 31.12

2022*

1.1 - 31.12

Tekjur af vátryggingasamningum

31.273.382

28.011.113

Tjón tímabilsins

-23.425.571

-20.227.727

Rekstrarkostnaður af vátryggingasamningum

-6.122.677

-5.772.309

Afkoma af endurtryggingasamningum

-30.390

-488.889

Afkoma af vátryggingasamningum

1.694.744

1.522.187

Hreinar fjármunatekjur

931.142

1.586.237

Gangvirðisbreytingar fjáreigna

3.868.729

88.043

Rekstrarkostnaður af fjárfestingastarfsemi

-299.600

-290.597

Afkoma fjárfestinga

4.500.271

1.383.683

Fjármagnsliðir vátryggingasamninga

-893.865

142.607

Afkoma fjárfestinga eftir fjármagnsliði

3.606.406

1.526.290

Afkoma af vátryggingasamningum og fjárfestingum

5.301.149

3.048.477

Aðrar tekjur

157.276

138.367

Annar rekstrarkostnaður

-46.001

-48.915

Annar fjármagnskostnaður

-68.157

-67.511

Hagnaður fyrir tekjuskatt

5.344.267

3.070.418

Tekjuskattur

-718.719

-420.105

Hagnaður og heildarhagnaður tímabilsins

4.625.549

2.650.313

*Framsetningu samanburðarfjárhæða hefur verið breytt til samræmis við innleiðingu nýrra reikningsskilastaðla.
Helstu kennitölur

2023

1.1 - 31.12

2022*

1.1 - 31.12

Tjónahlutfall

74,9%

72,2%

Endurtryggingahlutfall

0,1%

1,7%

Kostnaðarhlutfall

19,6%

20,6%

Samsett hlutfall

94,6%

94,6%

Arðsemi eigin fjár fyrir skatta á ársgrundvelli

23,9%

13,5%

Arðsemi eigin fjár eftir skatta á ársgrundvelli

20,7%

11,6%

Eiginfjárhlutfall

33,7%

34,6%

Gjaldþolshlutfall eftir fyrirhugaða arðgreiðslu og tilkynnt endurkaup

1,40

1,41

Lágmarksfjármagnshlutfall eftir fyrirhugaða arðgreiðslu og tilkynnt endurkaup

3,40

3,49

*Framsetningu samanburðarfjárhæða hefur verið breytt til samræmis við innleiðingu nýrra reikningsskilastaðla.
Helstu liðir úr efnahagsreikningi

2023

2022*

Verðbréf

54.267.272

51.254.266

Endurtryggingaeignir

1.815.922

1.037.824

Eignir samtals

69.304.836

61.682.825

Skuldbinding vegna vátryggingasamninga

36.748.810

32.058.522

Eigið fé samtals

23.321.301

21.332.043

*Framsetningu samanburðarfjárhæða hefur verið breytt til samræmis við innleiðingu nýrra reikningsskilastaðla.

Þjónusta

Inngangur

Við höfum um lengi unnið út frá þeirri framtíðarsýn að Sjóvá sé þjónustufyrirtæki í fremstu röð. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu því við viljum að Sjóvá sé tryggingafélag sem fólki líður vel hjá, að þjónusta okkar og ráðgjöf skapi traust og hugarró í þeirra lífi.

Einstaklingar

Fyrirtæki

Tjónaþjónusta

Stjórnarhættir

Stjórnarháttayfirlýsing

Við leggjum ríka áherslu á góða stjórnarhætti enda eru þeir forsenda þess að fyrirtækið sé vel rekið og traust ríki í samskiptum við okkar fjölbreytta hóp hagaðila.

Í ágúst 2023 fékk Sjóvá viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi sem standa að þessari viðurkenningu, sem byggir á mati sem unnið er út frá leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð, SA og Nasdaq á Íslandi hafa gefið út.

Reitun hefur síðustu ár framkvæmt UFS áhættumat á Sjóvá, á umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Í matinu sem unnið var árið 2023 fékk Sjóvá heildareinkunnina B2 með 78 punkta af 100 mögulegum. Fyrir flokkinn stjórnarhætti fékk félagið 70 stig af 100 mögulegum og einkunnina B2, en fyrir undirflokkinn almenna stjórnarhætti var gefin einkunnin A2 eða 93 stig af 100. Nánar um niðurstöðu matsins hér.

Í samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti birtum við árlega stjórnarháttayfirlýsingu, þar sem gerð er grein fyrir stjórnarháttum Sjóvár. Helstu atriði stjórnarháttaryfirlýsingar eru birt hér á eftir en hana má nálgast í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Úr stjórnarháttayfirlýsingu

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) er hlutafélag sem stofnað var 20. júní 2009. Félagið er vátryggingafélag og starfar samkvæmt lögum um hlutafélög nr. 2/1995, lögum um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016 og lögum um vátryggingasamstæður nr. 60/2017.

Í samræmi við lög um endurskoðendur nr. 94/2019 eru vátryggingafélög skilgreind sem einingar tengdar almannahagsmunum og er sérstaklega kveðið á um hlutverk endurskoðunarnefnda í slíkum einingum í lögum um ársreikninga nr. 3/2006.

Sjóvá samstæðan starfar á vátryggingamarkaði og er alhliða vátryggingafélag með starfsemi á Íslandi á sviði skaða- og líftrygginga. Samkvæmt útgefnum ársreikningum var hlutdeild Sjóvá miðað við iðgjöld ársins hjá íslenskum vátryggingafélögum í árslok 2022 um 32% í skaðatryggingum og um 35% í líf- og heilsutryggingum. Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. (Sjóvá líf) er dótturfélag Sjóvá og er allri daglegri starfsemi þess útvistað til móðurfélagsins.

Stjórn

Björgólfur Jóhannsson

stjórn­ar­formað­ur

Fæddur 28. ágúst 1955, til heimilis á Seltjarnarnesi. Björgólfur var fyrst kjörinn í stjórn Sjóvá 15. mars 2019. Björgólfur er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Hildur Árnadóttir

varaformaður

Fædd 4. ágúst 1966, til heimilis í Kópavogi. Hildur hefur setið í stjórn Sjóvá frá 15. mars 2019. Hildur er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Guðmundur Örn Gunnarsson

Fæddur 6. janúar 1963, til heimilis í Garðabæ. Guðmundur var fyrst kjörinn í stjórn Sjóvá 12. mars 2020 og hann hefur frá 28. apríl 2021 verið stjórnarformaður dótturfélagsins Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. Guðmundur er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Ingi Jóhann Guðmundsson

Fæddur 12. janúar 1969, til heimilis í Garðabæ. Ingi Jóhann hefur setið í stjórn Sjóvá frá 28. júlí 2011. Ingi telst óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Ingunn Agnes Kro

Fædd 27. mars 1982, til heimilis í Reykjavík. Ingunn var fyrst kjörin í stjórn Sjóvá 12. mars 2020. Ingunn er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Varamenn

Erna Gísladóttir

Fædd 5. maí 1968, til heimilis í Garðabæ. Erna sat í stjórn Sjóvár frá 20. júní 2009 lengst af sem formaður stjórnar og síðar sem varamaður frá 15. mars 2019. Erna er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Garðar Gíslason

Fæddur 19. október 1966, til heimilis í Garðabæ. Hann hefur verið varamaður í stjórn Sjóvá frá 30. september 2011. Garðar er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Stjórn Sjóva-Almennra líftrygginga hf.

Stjórn skal samkvæmt samþykktum félagsins skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum.

Allir stjórnarmenn hafa staðist hæfismat Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

Stjórn Sjóvá telur að ákvæðum leiðbeininga um stjórnarhætti er varða óhæði stjórnarmanna sé fullnægt. Þau Björgólfur, Guðmundur Örn, Hildur og Ingunn eru óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Ingi Jóhann er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en hann telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti þar sem hann er eigandi og stjórnarmaður í félögum sem eiga beina og óbeina eignarhluti yfir 10% í Sjóvá.

Stjórn Sjóvá fundaði 18 sinnum á árinu 2023.

Stjórn Sjóvá-Almennra líftrygginga hf.

Stjórn Sjóvá-Almennra líftrygginga hf., dótturfélags Sjóvá, skipa Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður, Hafdís Böðvarsdóttir, viðskiptafræðingur og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður. Varamenn í stjórn eru Elín Þórunn Eiríksdóttir framkvæmdastjóri tjónasviðs og Grétar Dór Sigurðsson, lögmaður. Guðmundur Örn, Hafdís, Heiðrún og Grétar teljast óháð Sjóvá lífi, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum. Stjórn Sjóvá lífs átti 9 fundi á árinu 2023.

Nefndir

Forstjóri og framkvæmdastjórn

Hermann Björnsson

forstjóri

Fæddur 15. febrúar 1963, til heimilis í Reykjavík. Hermann hefur verið forstjóri Sjóvá frá október 2011 og framkvæmdastjóri dótturfélagsins, Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. frá því í apríl 2021.

Birgir Viðarsson

framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar

Fæddur 7. september 1981, til heimilis í Reykjavík, er framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar. Birgir var forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar og sérfræðingur í endurtryggingum frá árinu 2017-2022 og starfaði áður í áhættustýringu frá árinu 2011.

Elín Þórunn Eiríksdóttir

framkvæmdastjóri tjónaþjónustu

Fædd 15. desember 1967, til heimilis í Hafnarfirði, er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu. Hún var áður framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar Sjóvá frá 2012 og síðar viðskiptaþróunar og rekstrar og þróunar.

Sigríður Vala Halldórsdóttir

framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni

Fædd 24. apríl 1983, til heimilis í Garðabæ, er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni. Sigríður Vala var forstöðumaður hagdeildar Sjóvá árin 2016-2021 ásamt því að sitja í fjárfestinganefnd félagsins.

Svali H. Björgvinsson

framkvæmdastjóri markaðsmála og viðskiptaþróunar

Fæddur 24. maí 1967, til heimilis á Seltjarnarnesi, er framkvæmdastjóri markaðsmála og viðskiptaþróunar. Hann var forstöðumaður stefnumótunar og viðskiptaþróunar Sjóvá frá árinu 2018-2022. 

Sjálfbærni

Inngangur

Sjálfbærni er málaflokkur sem stendur tryggingafélögum nærri enda hafa breytingar á loftslagi bein áhrif á starfsemi þeirra. Um leið snúast tryggingar í grunninn um samfélagslega hugsun, þar sem áhættan vegna tjóna dreifist af einstaklingnum og yfir á samfélag.

Við hjá Sjóvá leggjum okkur fram um að starfa í sátt við samfélag og umhverfi og höfum gert um langa hríð, til dæmis með öflugu forvarnastarfi sem hefur verið hluti af starfsemi félagsins frá upphafi. Við höfum sett okkur stefnu um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð, sem rýnd er árlega, og tökum mið af henni í allri ákvarðanatöku, þvert á fyrirtækið. Með þessu viljum við stuðla að vexti til framtíðar samfélaginu öllu til hagsbóta. Einnig er unnið eftir umhverfisstefnu, sem sett er fram til að tryggja að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í daglegum rekstri félagsins.

Tvöföld mikilvægisgreining

Tvöföld mikilvægisgreining

Sjóvá framkvæmdi á árinu tvöfalda mikilvægisgreiningu sjálfbærniþátta, sem er hluti af þeirri vinnu sem fer fram til að uppfylla kröfur ESRS staðlanna. Greiningin felst í að afmarka hvaða sjálfbærniþættir hafa mesta þýðingu fyrir Sjóvá og hagaðila þess; að kortleggja áhrif félagsins á ólíka sjálfbærniþætti og fjárhagleg áhrif sjálfbærniþáttanna á félagið, áhættur og tækifæri.

Við framkvæmdina voru haldnar vinnustofur og tekin viðtöl við breiðan hóp hagaðila, s.s. viðskiptavini, þjónustuaðila, hluthafa, allt starfsfólk, framkvæmdastjórn og stjórn. Gerð er grein fyrir þeim sjálfbærniþáttum sem metnir voru mikilvægastir fyrir Sjóvá síðar í þessari skýrslu og hvernig er unnið að þeim hjá okkur.

Framkvæmd mikilvægisgreiningar

Skref 1

Greining hagaðila

Hagaðilar félagsins listaðir upp. Horft til þess hverjir hafa 
áhrif á starfsemi félagsins og hverjir verða fyrir áhrifum af 
starfsemi félagsins.

Skref 2

Rýni sjálfbærniþátta

Hópur sérfræðinga rýndi sjálfbærniþætti úr ESRS staðlinum 
og aðra sjálfbærniþætti sem tengjast viðskiptalíkani og 
virðiskeðju. 15 þættir valdir til að vinna áfram með.

Skref 3

Mat á áhrifum sjálfbærniþátta

15 sjálfbærniþættir metnir af hagaðilum og sérfræðingum 
með tilliti til áhrifa sem félagið getur haft á þá og 
fjárhagslegra áhrifa sem þeir geta haft á félagið. Mat 
framkvæmt með viðtölum og vinnustofum með hagaðilum.

Skref 4

Mat á mikilvægi sjálfbærniþátta

Sömu hagaðilar og sérfræðingar fengnir til að meta 
mikilvægi hvers sjálfbærniþáttar, út frá áhrifum félagsins 
á sjálfbærniþátt og fjárhagslegum áhrifum sjálfbærniþáttar 
á félagið, á skalanum 1-10.

Skref 5

Niðurstöður samþykktar

Niðurstöður greiningarinnar kynntar fyrir 
framkvæmdastjórn og stjórnum félaganna og samþykktar.

Niðurstöður mikilvægisgreiningar

Samkvæmt niðurstöðum mikilvægisgreiningarinnar eru eftirfarandi sjálfbærniþættir mikilvægastir fyrir Sjóvá:

  • Ánægja viðskiptavina og annarra notenda þjónustu
  • Forvarnir og öruggara samfélag
  • Mannauður
  • Upplýsingaöryggi og vernd persónuupplýsinga
  • Ábyrgar fjárfestingar
  • Viðskiptasiðferði og gagnsæi
  • Hringrásarhagkerfið
  • Loftslagsbreytingar og -áhætta

Fyrir neðan má sjá hvernig sjálfbærniþættirnir röðuðust niður samkvæmt einkunnagjöf sem var hluti af greiningunni með hagaðilum, þar sem áhrif voru metin á skalanum 1-10 (1 = mjög lítil áhrif, 10 = mjög mikil áhrif).

24681012345678910
  • Ánægja viðskiptavina og annarra notenda þjónustu (F)
  • Forvarnir og öruggara samfélag (F)
  • Mannauður (F)
  • Upplýsingaöryggi og vernd persónuupplýsinga (S)
  • Ábyrgar fjárfestingar (S)
  • Viðskiptasiðferði og gagnsæi (S)
  • Hringrásarhagkerfið (U)
  • Loftslagsbreytingar og -áhætta (U)
  • Fjárhagsleg áhrif sem sjálfbærniþáttur hefur áhrif á starfsemi Sjóvá

  • Áhrif sem starfsemi Sjóvá hefur á sjálfbærniþátt

Með hliðsjón af þessum niðurstöðum gerum við sérstaka grein fyrir þessum mikilvægustu sjálfbærniþáttum hér á eftir, stefnu okkar, áherslum og verkefnum þeim tengdum sem unnið var að á árinu. Samkvæmt ESRS stöðlunum er gerð krafa um að tvöföld mikilvægisgreining sé gerð með reglubundnum hætti og eru áform um að gera hana árlega hjá Sjóvá.

Á árinu 2024 mun fara fram frekari gagnasöfnun um mikilvægustu sjálfbærniþætti með hliðsjón af ESRS stöðlunum og munum við gera ítarlegri grein fyrir mikilvægustu þáttunum í árs- og sjálfbærniskýrslu þess árs, enda líklegt að kröfur um upplýsingagjöf hafi þá aukist með innleiðingu fleiri þátta reglugerðarinnar um staðlana.

Félagsþættir

Stjórnarhættir

Umhverfi

UFS áhættumat Reitunar

UFS áhættumat Reitunar

UFS áhættumat Reitunar á frammistöðu Sjóvár á sviði sjálfbærni var gert í þriðja sinn á árinu 2023. Sjóvá fékk einkunnina B2 og 78 stig af 100 mögulegum og er fyrir ofan meðaltal íslenska markaðarins sem er nú 72 stig af 100 mögulegum hjá þeim félögum sem Reitun hafði tekið út.

Matið gerir grein fyrir hvernig fyrirtæki standa frammi fyrir áhættum sem snúa að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum. Fyrir umhverfisþætti fékk Sjóvá A3 eða 88 stig af 100, sem er yfir meðaltali markaðarins. Þá fékk félagið framúrskarandi einkunn fyrir félagsþætti, eða A1 með 97 stig af 100 og er þar einnig yfir meðaltalinu. Fyrir stjórnarhætti var gefin einkunnin B2 eða 70 stig af 100 sem er á pari við meðaltal félaga sem hafa verið metin.

Markmið tengd sjálfbærni

Markmið tengd sjálfbærni

Sjóvá setur sér markmið í samræmi við stefnu um sjálfbærni, samfélagsábyrgð og umhverfisstefnu sem snúa að umhverfisþáttum, félagsþáttum og stjórnarháttum. Hver starfseining skilgreinir sín markmið út frá eigin verkefnum og út frá mati á áhrifum aðgerða. Unnið verður að því að samþætta markmiðasetningu í sjálfbærnimálum á grundvelli niðurstöðu mikilvægisgreiningar á árinu 2024.

Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun

Samþætting við heimsmarkmið um sjálfbæra þróun

Áherslur okkar í sjálfbærni taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og vinnum við stöðugt að því að auka samþættingu þeirra við starfsemina. Við leggjum áherslu á fimm markmið sem tengjast eðli rekstrarins; 3. Heilsa og vellíðan, 5. Jafnrétti kynjanna, 8. Góð atvinna og hagvöxtur, 12. Ábyrg neysla og framleiðsla og 13. Aðgerðir í loftslagsmálum.

Flokkunarkerfi Evrópusambandsins

UFS mælikvarðar

Inngangur

Sjóvá styðst við UFS (e. ESG) leiðbeiningar sem Kauphallir Nasdaq á Norðurlöndum hafa gefið út um birtingu upplýsinga um sjálfbærni; umhverfismál, félagsþætti og stjórnarhætti. Þessi viðmið uppfylla ákveðna þætti alþjóðlega staðalsins Global Reporting Initative og er þeim ætlað að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að miðla upplýsingum um sjálfbærni með gagnsæjum og skýrum hætti.

Við höfum einnig hafið vinnu við að undirbúa innleiðingu CSRD tilskipunar og ESRS staðla (skv. tilskipun ESB nr. 2022/2464 (CSRD) og reglugerðar nr. 2023/2772) sem Evrópusambandið hefur sett til að auka enn frekar gagnsæi í upplýsingagjöf. Við birtum því hér í fyrsta skipti upplýsingar um félagsþætti út frá ESRS stöðlum.

Frá árinu 2021 höfum við verið í samstarfi við Klappir grænar lausnir um notkun á sjálfbærnilausn þeirra til að halda utan um árangur aðgerða í UFS sjálfbærniskýrslu og við gerð sjálfbærniuppgjörs. Gögnum um umhverfisþætti í UFS skýrslu er nú að stærstum hluta safnað inn í kerfi Klappa með sjálfvirkum hætti, en kerfið annast útreikninga á losun samkvæmt Greenhouse Gas Protocol. Upplýsingar um félagsþætti og stjórnarhætti eru teknar saman af félaginu.

Stjórnarhættir

S1Kynjahlutfall í stjórn

StjórnarmeðlimirNefndarformenn025507510002550751000255075100
  • Konur
  • Karlar

S2Óhæði stjórnar

Bannar fyrirtækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku

Nei

Hlutfall óháðra stjórnarmanna er 80%

S3Kaupaukar

Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni?

Nei

S4Kjarasamningar

Hlutfall starfsmanna sem falla undir almenna kjarasamninga 93,1%

S5Siðareglur birgja

Ber seljendum fyrirtækisins og birgjum þess að fylgja siðareglum?

Nei

36% birgja hafa staðfest siðareglur - Miðað er við birgja með viðskipti yfir 3 milljónum króna á ári

S6Siðferði og aðgerðir gegn spillingu

Framfylgir fyrirtækið siðareglum og/eða stefnu gegn spillingu og mútum?

Nei

80% hlutfall starfsmanna hefur formlega staðfest að það fylgi stefnunni

S7Persónuvernd

Framfylgir fyrirtækið persónuverndarstefnu

Nei

Hefur fyrirtækið þitt hafist handa við að fylgja GDPR reglum?

Nei

S8Sjálfbærniskýrsla

Birtir fyrirtækið þitt sjálfbærniskýrslu?

Nei

Inniheldur sjálfbærniskýrslan kafla um félagslega þætti, stjórnarhætti og umhverfisþætti?

Nei

Inniheldur skýrslugjöf fyrirtækisins til stjórnvalda gögn um sjálfbærni?

Nei

S9Starfsvenjur við upplýsingagjöf

Veitir fyrirtækið upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti?

Nei

Leggur fyrirtækið áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)?

Nei

Setur fyrirtækið markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna?

Nei

S10Gögn tekin út/sannreynd af ytri aðila

Er upplýsingagjöf um sjálfbærni tryggð eða staðfest af þriðja aðila?

Nei

Umhverfisþættir

U1Losun gróðurhúsalofttegunda

2021:166,62022: 270,52023: 174,0020040060080002004006008000200400600800020040060080002004006008000200400600800
  • Umfang 1
  • Umfang 2 (landsnetið)
  • Umfang 2 (með markaðsaðgerðum)
  • Umfang 3
  • Heildar losun gróðurhúsalofttegunda (staðbundið Umfang 2)

U1Samsetning losunar

2021 2022 2023055110165220055110165220055110165220055110165220055110165220
  • Rafmagn og hitaveita
  • Úrgangur
  • Flugferðir
  • Samgöngur starfsmanna

U2.1Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda

20212022202302550751000255075100
  • kgCO₂í/MWst – Orka

U2.2Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda

202120222023036912036912
  • kgCO2í/milljón ISK – Tekjur

U2.3Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda

202120222023020406080020406080
  • kgCO₂í/m² – Á hvern fermetra

U2.4Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda

20212022202304812160481216
  • kgCO2í/milljón ISK – Eigið fé

U2.5Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda

20212022202304008001,2 þ.1,6 þ.04008001,2 þ.1,6 þ.
  • kgCO₂í/stöðugildi – Starfsmenn

U3Orkunotkun

2021202220230750 þ.1,5 m.2,25m.3 m.0750 þ.1,5 m.2,25m.3 m.0750 þ.1,5 m.2,25m.3 m.
  • Bein orkunotkun (kWst)
  • Óbein orkunotkun (kWst)

U4Orkukræfni

20212022202304,5 þ.9 þ.13,5 þ.18 þ.04,5 þ.9 þ.13,5 þ.18 þ.04,5 þ.9 þ.13,5 þ.18 þ.04,5 þ.9 þ.13,5 þ.18 þ.
  • kWst/stöðugildi – Starfsmenn
  • kWst/milljón ISK – Tekjur
  • kWst/m² – Á hvern fermetra

U5Samsetning orku

2023 2022 2021025507510002550751000255075100
  • Endurnýjanlegir orkugjafar
  • Jarðefnaeldsneyti

U6Vatnsnotkun

202320222021015 þ.30 þ.45 þ.60 þ.015 þ.30 þ.45 þ.60 þ.

U7Umhverfsstarfsemi

Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu?

Nei

Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum?

Nei

Notar fyrirtækið viðurkennt orkustjórnunarkerfi?

Nei

U8Loftslagseftirlit framkvæmdastjórnar

Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu?

Nei

U9Loftslagseftirlit stjórnar

Hefur stjórn eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu?

Nei

U10Mildun loftslagsáhættu

712.900 kr. er árlega fjárfest í loftslagstengdum innviðum, seiglu og vöruþróun

Félagsþættir

F1Launahlutfall forstjóra

202120222023024680246802468
  • Miðgildi starfsmanna
  • Launagreiðslur forstjóra

F3Starfsmannavelta

20212022202307142128071421280714212807142128
  • Starfsmenn í fullu starfi
  • Starfsmenn í hlutastarfi
  • Verktakar

F4.1Kynjafjölbreytni 2021

Í fyrirtækinuÍ byrjendastarfi og næsta starfsþrepi fyrir ofanÍ stöðu yfirmanna og stjórnenda025507510002550751000255075100
  • Hlutfall kvenna
  • Hlutfall karla

F4.2 Kynjafjölbreytni 2022

Í fyrirtækinuÍ byrjendastarfi og næsta starfsþrepi fyrir ofanÍ stöðu yfirmanna og stjórnenda025507510002550751000255075100
  • Hlutfall kvenna
  • Hlutfall karla

F4.3Kynjafjölbreytni 2023

Í fyrirtækinuÍ byrjendastarfi og næsta starfsþrepi fyrir ofanÍ stöðu yfirmanna og stjórnenda025507510002550751000255075100
  • Hlutfall kvenna
  • Hlutfall karla

F5Hlutfall tímabundinna starfskrafta

202120222023024680246802468
  • Starfsmenn í hlutastarfi
  • Verktakar og/eða ráðgjafar

F6Aðgerðir gegn mismunun

Fylgir fyrirtækið stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti?

Nei

F7Vinnuslysatíðni

Heildarfjöldi slasaðra og banaslysa er 0%, miðað við heildarvinnuafl

F8Hnattræn heilsa og öryggi

Hefur fyrirtækið birt og framfylgt vinnuverndarstefnu og/eða heildrænni heilsu- og öryggisstefnu?

Nei

Heildarfjarvistir frá vinnu 0,028 upp í heildarvinnutíma allra starfsmanna

Fjarvistir frá vinnu vegna langvarandi veikinda 0,007 upp í heildarvinnutíma allra starfsmanna

Fjarvistir frá vinnu vegna skammtímaveikinda 0,02 upp í heildarvinnutíma allra starfsmanna

Nei

F9Barna- og nauðungarvinna

Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn barnaþrælkun?

Nei

Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn nauðungarvinnu?

Nei

Ef já, nær mannréttindastefnan til birgja og framleiðenda?

Nei

F10Mannréttindi

Hefur fyrirtækið birt og framfylgt mannréttindastefnu?

Nei

Ef já, nær mannréttindastefnan til birgja og framleiðenda?

Nei