Umsjón
Ábyrgðarmaður
Hönnun og forritun
Tekjur af vátryggingasamningum
↑7,4%
Tjón ársins
↑7,2%
Arðsemi eigin fjár
Afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta
↓24,3%
Afkoma af fjárfestingum eftir fjármagnsliði fyrir skatta
↓4,7%
Hagnaður ársins
↓8,3%
Eiginfjárhlutfall
Samsett hlutfall
Gjaldþolshlutfall eftir fyrirhugaða arðgreiðslu
Starfsánægja mældist í
í gagnabanka Gallup Q12 á Íslandi.
var áfram efld um allt land, m.a. með fjölgun stöðugilda í útibúum.
viðskiptavina gáfu okkur 8-10 í einkunn í þjónustukönnunum.
og fræðsluerindi voru haldin víðsvegar um landið.
tjónstilkynninga voru skráðar rafrænt.
Hlutfall framrúðuviðgerða var
en var 14,5% árið 2023.
Farið var í
hjá fyrirtækjum og yfir 600 þjónustuheimsóknir.
Áttunda árið í röð er Sjóvá efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni.
2024 | 2023 | |
Tekjur af vátryggingasamningum | 33.597.519 | 31.273.382 |
Tjón tímabilsins | -25.104.761 | -23.425.571 |
Rekstrarkostnaður af vátryggingasamningum | -6.615.263 | -6.122.677 |
Afkoma af endurtryggingasamningum | -594.420 | -30.390 |
Afkoma af vátryggingasamningum | 1.283.075 | 1.694.744 |
Hreinar fjármunatekjur | 671.116 | 931.142 |
Gangvirðisbreytingar fjáreigna | 4.802.767 | 3.868.729 |
Rekstrarkostnaður af fjárfestingastarfsemi | -393.624 | -299.600 |
Afkoma fjárfestinga | 5.080.258 | 4.500.271 |
Fjármagnsliðir vátryggingasamninga | -1.645.026 | -893.865 |
Afkoma fjárfestinga eftir fjármagnsliði | 3.435.233 | 3.606.406 |
Afkoma af vátryggingasamningum og fjárfestingum | 4.718.308 | 5.301.149 |
Aðrar tekjur | 170.460 | 157.276 |
Annar rekstrarkostnaður | -53.241 | -46.001 |
Annar fjármagnskostnaður | -67.037 | -68.157 |
Hagnaður fyrir tekjuskatt | 4.768.490 | 5.344.267 |
Tekjuskattur | -527.588 | -718.719 |
Hagnaður og heildarhagnaður tímabilsins | 4.240.902 | 4.625.549 |
2024 | 2023 | |
Tjónahlutfall | 74,7% | 74,9% |
Endurtryggingahlutfall | 1,8% | 0,1% |
Kostnaðarhlutfall | 19,7% | 19,6% |
Samsett hlutfall | 96,2% | 94,6% |
Arðsemi eigin fjár fyrir skatta á ársgrundvelli | 19,7% | 23,9% |
Arðsemi eigin fjár eftir skatta á ársgrundvelli | 17,5% | 20,7% |
Eiginfjárhlutfall | 33,2% | 33,7% |
Gjaldþolshlutfall eftir fyrirhugaða arðgreiðslu og tilkynnt endurkaup | 1,42 | 1,40 |
Lágmarksfjármagnshlutfall eftir fyrirhugaða arðgreiðslu og tilkynnt endurkaup | 3,32 | 3,40 |
2024 | 2023 | |
Verðbréf | 62.575.602 | 54.267.272 |
Endurtryggingaeignir | 2.040.927 | 1.815.922 |
Eignir samtals | 75.692.333 | 69.304.836 |
Skuldbinding vegna vátryggingasamninga | 41.712.958 | 36.748.810 |
Eigið fé samtals | 25.128.078 | 23.321.301 |
Við svöruðum
á árinu.
Við svöruðum
á árinu.
Á árinu hlaut Sjóvá viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Matið sem framkvæmt er í úttektum til viðurkenninga byggir í meginatriðum á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi hafa gefið út og annast sérstakur fagaðili á vegum Stjórnvísi það hverju sinni.
Reitun framkvæmdi líkt og undanfarin ár UFS áhættumat á Sjóvá, á umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Í mati ársins 2024 fékk Sjóvá heildareinkunnina B1, með 80 punkta af 100 mögulegum, sem er hækkun frá fyrra ári, þrátt fyrir auknar kröfur milli ára. Fyrir flokkinn stjórnarhætti fékk félagið 71 punkt af 100 en fyrir undirflokkinn almenna stjórnarhætti 93 punkta af 100. Nánar má lesa um niðurstöðu matsins hér.
Í samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti birtum við árlega stjórnarháttayfirlýsingu, þar sem gerð er grein fyrir stjórnarháttum Sjóvár. Helstu atriði yfirlýsingarinnar eru birt hér á eftir en hægt er að lesa hana í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) er hlutafélag sem stofnað var 20. júní 2009. Félagið er vátryggingafélag og starfar samkvæmt lögum um hlutafélög nr. 2/1995, lögum um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016 og lögum um vátryggingasamstæður nr. 60/2017.
Í samræmi við lög um endurskoðendur nr. 94/2019 eru vátryggingafélög skilgreind sem einingar tengdar almannahagsmunum og er sérstaklega kveðið á um hlutverk endurskoðunarnefnda í slíkum einingum í lögum um ársreikninga nr. 3/2006.
Sjóvá samstæðan starfar á vátryggingamarkaði og er alhliða vátryggingafélag með starfsemi á Íslandi á sviði skaða- og líftrygginga. Samkvæmt útgefnum ársreikningum var hlutdeild Sjóvár miðað við iðgjöld ársins hjá íslenskum átryggingafélögum í árslok 2023 um 33% í skaðatryggingum og um 38% í líf- og heilsutryggingum. Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. (Sjóvá líf) er dótturfélag Sjóvár og er allri daglegri starfsemi þess útvistað til móðurfélagsins.
Starfsemi Sjóvár er fjölbreytt og þjónustan yfirgripsmikil en félagið býður tryggingavernd á öllum sviðum hér á landi. Um 8.900 fyrirtæki og um 85.000 einstaklingar voru í viðskiptum í lok árs 2024. Í árslok 2024 störfuðu 196 starfsmenn hjá Sjóvá í 183 stöðugildum. Meðalfjöldi starfsmanna umreiknaður í heilsársstörf var 186,6. Sjóvá rekur 12 útibú um landið auk höfuðstöðva í Reykjavík. Þá hefur félagið á að skipa þéttu neti umboðs- og þjónustuaðila víðs vegar um landið og leggur kapp á að þjónusta félagsins sé öllum aðgengileg.
Fæddur 28. ágúst 1955, til heimilis á Seltjarnarnesi. Björgólfur var kjörinn í stjórn Sjóvár 15. mars 2019 en steig til hliðar í nóvember 2019 tímabundið og var aftur kjörinn í stjórn 12. mars 2020 og tók þá við stjórnarformennsku. Björgólfur er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.
Fædd 4. ágúst 1966, til heimilis í Kópavogi. Hildur hefur setið í stjórn Sjóvár frá 15. mars 2019. Hildur er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.
Fæddur 6. janúar 1963, til heimilis í Garðabæ. Guðmundur var fyrst kjörinn í stjórn Sjóvár 12. mars 2020 og hann hefur frá 28. apríl 2021 verið stjórnarformaður dótturfélagsins Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. Guðmundur er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.
Fæddur 12. janúar 1969, til heimilis í Garðabæ. Ingi Jóhann hefur setið í stjórn Sjóvár frá 28. júlí 2011. Ingi telst óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.
Fædd 27. mars 1982, til heimilis í Reykjavík. Ingunn var fyrst kjörin í stjórn Sjóvár 12. mars 2020. Ingunn er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.
Fædd 5. maí 1968, til heimilis í Garðabæ. Erna sat í stjórn Sjóvár frá 20. júní 2009 lengst af sem formaður stjórnar og síðar sem varamaður frá 15. mars 2019, en hún settist tímabundið aftur í stjórn 19. nóvember 2019 til 12. mars 2020. Erna er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.
Fæddur 19. október 1966, til heimilis í Garðabæ. Hann hefur verið varamaður í stjórn Sjóvár frá 30. september 2011. Garðar er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.
Stjórn skal samkvæmt samþykktum félagsins skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum.
Allir stjórnarmenn hafa staðist hæfismat Fjármálaeftirlitsins.
Stjórn Sjóvár telur að ákvæðum leiðbeininga um stjórnarhætti er varða óhæði stjórnarmanna sé fullnægt. Þau Björgólfur, Guðmundur Örn, Hildur og Ingunn eru óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Ingi Jóhann er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en hann telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti þar sem hann er eigandi og stjórnarmaður í félögum sem eiga beina og óbeina eignarhluti yfir 10% í Sjóvá.
Stjórn Sjóvár fundaði 18 sinnum á árinu 2024.
Stjórn Sjóvá-Almennra líftrygginga hf.
Stjórn Sjóvá-Almennra líftrygginga hf., dótturfélags Sjóvár, skipa Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður, Hafdís Böðvarsdóttir, viðskiptafræðingur og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður. Varamenn í stjórn eru Elín Þórunn Eiríksdóttir framkvæmdastjóri tjónasviðs og Grétar Dór Sigurðsson, lögmaður. Guðmundur Örn, Hafdís, Heiðrún og Grétar teljast óháð Sjóvá lífi, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum.
Stjórn Sjóvár lífs átti 7 fundi á árinu 2024.
Fæddur 15. febrúar 1963, til heimilis í Reykjavík. Hermann hefur verið forstjóri Sjóvár frá október 2011 og framkvæmdastjóri dótturfélagsins, Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. frá því í apríl 2021. Hermann á 0,048% eignarhlut í félaginu og kauprétt á allt að 39.957,37 hlutum í félaginu.
Fæddur 7. september 1981, til heimilis í Reykjavík, er framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar. Birgir var forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar og sérfræðingur í endurtryggingum frá árinu 2017-2022 og starfaði áður í áhættustýringu frá árinu 2011. Birgir á kauprétt á allt að 39.957,37 hlutum í félaginu.
Fædd 15. desember 1967, til heimilis í Hafnarfirði, er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu. Hún var áður framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar Sjóvár frá 2012 og síðar viðskiptaþróunar og rekstrar og þróunar. Elín á 0,069% eignarhlut í félaginu og kauprétt á allt að 39.957,37 hlutum.
Fædd 24. apríl 1983, til heimilis í Garðabæ, er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni. Sigríður Vala var forstöðumaður hagdeildar Sjóvár árin 2016-2021 ásamt því að sitja í fjárfestinganefnd félagsins. Sigríður Vala á 0,011% eignarhlut í félaginu og kauprétt á allt að 39.957,37 hlutum.
fæddur 24. maí 1967, til heimilis á Seltjarnarnesi, er framkvæmdastjóri markaðsmála og viðskiptaþróunar. Hann var forstöðumaður stefnumótunar og viðskiptaþróunar Sjóvár frá árinu 2018-2022. Svali á kauprétt á allt að 39.957,37 hlutum í félaginu.
Stjórnarháttayfirlýsing þessi hefur verið sett saman af stjórn Sjóvár eftir bestu vitund. Henni er ætlað að veita greinargóðar upplýsingar um stjórnarhætti félagsins til viðskiptavina, hluthafa, eftirlitsaðila og annarra hlutaðeigandi.
Staðfest af stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. 16. janúar
2025.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á að Sjóvá sé leiðandi í forvarnarstarfi, að unnið sé að því að koma í veg fyrir og takmarka tjón og stuðla þannig að betra og öruggara samfélagi. Þá hefur mikil áhersla verið lögð á að auka stöðugt ánægju viðskiptavina og viðhalda og auka ánægju starfsfólks, sem er enda grunnforsenda fyrir ánægju viðskiptavina.
Líkt og hjá flestum stærri fyrirtækjum eru hagaðilar Sjóvár fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Því er afar mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð um áhrif starfsemi félagsins á þessa hópa og áhrif þeirra á félagið. Á árinu 2024 var hagaðilagreining ítruð og farið vel yfir gagnvart hvaða hópum Sjóvá hefur skuldbindingar, hvort hóparnir hefðu áhrif á félagið og hvort félagið hefði áhrif á hópana og þá hversu mikil.
Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar eru eftirfarandi hópar helstu hagaðilar Sjóvár, það er þeir hópar sem verða helst fyrir áhrifum af starfsemi félagsins:
Greiningar sem þessar eru meðal annars unnar til að hægt sé að draga úr neikvæðum áhrifum og ýta undir jákvæð áhrif. Hagaðilagreiningin var meðal annars nýtt við áframhaldandi vinnu við tvíátta mikilvægisgreiningu sjálfbærniþátta og til að móta betur áherslur í samskiptum við ólíka hagaðilahópa.
Á árinu 2023 var framkvæmd tvíátta mikilvægisgreining hjá Sjóvá í fyrsta sinn, en samkvæmt tilskipun ESB um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja (CSRD) skal upplýsingagjöf fyrirtækja byggja á slíkri greiningu. Með henni er afmarkað hvaða sjálfbærniþættir hafa mest áhrif á fyrirtæki og hagaðila þess og hvaða sjálfbærniþætti starfsemi fyrirtækis hefur helst áhrif á.
Þessari vinnu var haldið áfram á árinu 2024 og unnið að því að ná betur utan um mikilvægustu sjálfbærniþættina með hliðsjón af leiðbeiningum ESB um framkvæmdina sem komu út um sumarið. Í kjölfar þessarar vinnu var tekin ákvörðun um að fækka mikilvægisþáttunum nokkuð frá fyrri greiningu.
Samkvæmt uppfærðri mikilvægisgreiningu eru mikilvægustu sjálfbærniþættir í rekstri Sjóvár og virðiskeðju þess:
Við framkvæmd mikilvægisgreiningar í lok árs 2023 var rætt við breiðan hóp innri og ytri hagaðila og þeir fengnir til að meta áhrif tengd sjálfbærniþáttum. Á árinu 2024 var unnið áfram með starfsfólki sem býr yfir sérþekkingu sem tengist sjálfbærniþáttunum og það fengið til að meta jákvæð og neikvæð áhrif starfsemi Sjóvár á sjálfbærniþáttinn, bæði núverandi og möguleg áhrif, sem og fjárhagsleg áhrif sjálfbærniþáttar á starfsemi Sjóvár, áhættur og tækifæri. Fjallað er um niðurstöður þessarar vinnu í umfjöllunum um mikilvægustu sjálfbærniþætti Sjóvár.
Í upplýsingagjöf um mikilvægustu sjálfbærniþættina eru hafðir til hliðsjónar viðeigandi ESRS staðlar, se msegja til um hvernig skal birta upplýsingarnar sem fjallað er um í CSRD tilskipun þegar hún hefur tekið gildi.
UFS áhættumat Reitunar á frammistöðu Sjóvár á sviði sjálfbærni var unnið í fjórða sinn á árinu 2024 og var gefið út í júní. Sjóvá fékk einkunnina B1 og 80 punkta af 100 mögulegum og er fyrir ofan meðaltal íslenska markaðarins sem stóð þá í 71 punkti af 100.
Matið gerir grein fyrir hvernig fyrirtæki standa frammi fyrir áhættum sem snúa að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum. Sjóvá mældist yfir meðaltali í öllum þessum flokkum, í samanburði við önnur félög sem hafa verið metin.
Í ár birtir Sjóvá í annað sinn upplýsingar sem félaginu ber að birta samkvæmt flokkunarkerfi ESB um sjálfbærar fjárfestingar (EU Taxonomy), sem ætlað er að hjálpa fjárfestum og fyrirtækjum að taka upplýstari ákvarðanir um fjárfestingar og stuðla að gagnsæi í upplýsingagjöf um sjálfbærnimál.
Upplýsingarnar eru birtar í ársreikningi samstæðu Sjóvár-Almenntra trygginga hf. árið 2024, á blaðsíðu 79.
Við höfum hafið vinnu við að undirbúa innleiðingu tilskipunar um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja (CSRD) í samræmi við ESRS staðla (skv. tilskipun ESB nr. 2022/2464 (CSRD) og reglugerðar nr. 2023/2772) sem Evrópusambandið hefur sett til að auka enn frekar gagnsæi í upplýsingagjöf.
Haldið er utan um árangur aðgerða í UFS sjálfbærniskýrslu. Klappir grænar lausnir aðstoðuðu við gerð sjálfbærniuppgjörs og útreikninga á losun samkvæmt Greenhouse Gas Protocol. Upplýsingar um félagsþætti og stjórnarhætti eru teknar saman af félaginu.
Bannar fyrirtækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku
Hlutfall óháðra stjórnarmanna er 80%
Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni?
Hlutfall starfsmanna sem falla undir almenna kjarasamninga 88%
Ber seljendum fyrirtækisins og birgjum þess að fylgja siðareglum?
54% birgja hafa staðfest siðareglur - Miðað er við birgja með viðskipti yfir 3 milljónum króna á ári
Framfylgir fyrirtækið siðareglum og/eða stefnu gegn spillingu og mútum?
88% hlutfall starfsmanna hefur formlega staðfest að það fylgi stefnunni
Framfylgir fyrirtækið persónuverndarstefnu
Hefur fyrirtækið þitt hafist handa við að fylgja GDPR reglum?
Birtir fyrirtækið þitt sjálfbærniskýrslu?
Inniheldur sjálfbærniskýrslan kafla um félagslega þætti, stjórnarhætti og umhverfisþætti?
Inniheldur skýrslugjöf fyrirtækisins til stjórnvalda gögn um sjálfbærni?
Veitir fyrirtækið upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti?
Leggur fyrirtækið áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)?
Setur fyrirtækið markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna?
Er upplýsingagjöf um sjálfbærni tryggð eða staðfest af þriðja aðila?
Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu?
Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum?
Notar fyrirtækið viðurkennt orkustjórnunarkerfi?
Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu?
Hefur stjórn eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu?
1.300.000 kr. er árlega fjárfest í loftslagstengdum innviðum, seiglu og vöruþróun
Fylgir fyrirtækið stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti?
Heildarfjöldi slasaðra og banaslysa er 0%, miðað við heildarvinnuafl
Hefur fyrirtækið birt og framfylgt vinnuverndarstefnu og/eða heildrænni heilsu- og öryggisstefnu?
Heildarfjarvistir frá vinnu 0,029 upp í heildarvinnutíma allra starfsmanna
Fjarvistir frá vinnu vegna langvarandi veikinda 0,008 upp í heildarvinnutíma allra starfsmanna
Fjarvistir frá vinnu vegna skammtímaveikinda 0,021 upp í heildarvinnutíma allra starfsmanna
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn barnaþrælkun?
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn nauðungarvinnu?
Ef já, nær mannréttindastefnan til birgja og framleiðenda?
Hefur fyrirtækið birt og framfylgt mannréttindastefnu?
Ef já, nær mannréttindastefnan til birgja og framleiðenda?